Þríþraut #5 Svör

Sunday, 14. March, 2010

Kæru Félagar og Áhangendur

Þá eru þríþrautirnar að líða undir lok vegna léglegrar þáttöku undanfarið og mun ég reyna að koma með eitthvað í staðin þó svo ég sé ekki búinn að láta mér detta neitt almennilegt í hug. Því vil ég byðja þá sem hafa eitthvað fram að færa að koma með uppástungur í ummælin hér fyrir neðan. En nú skulum við vinda okkur í svörin. (more…)

Getraunir | 2,431 Ummæli »

Þríþraut FC Bumbi #5

Wednesday, 10. February, 2010

Sælir Félagar og Áhangendur

Þá er komið að nýrri þríþraut eftir smá hlé, það er vonandi að allir komi endurnærðir til leiks og sjái sér fært að svara þessu þó svo þið séuð ekki með allt rétt. Þetta á bara að vera gaman og finnst mér að fólk eigi að sýna lit með því að senda inn sín svör þó svo þau séu bara skot út í loftið. (more…)

Getraunir | 2,965 Ummæli »

Þríþraut #4 Svör

Friday, 22. January, 2010

Kæru Félagar og Áhangendur

Eitthvað eru þessar þríþrautir að verða daprar ef eitthvað er að marka þann fjölda sem sendir inn svör. En það þýðir samt ekki að hætta heldur að halda bara ótrauðir áfram og á endanum verður allt vinsælt (allavega er það þannig í tískunni). Eins og kom fram í þríþrautinni sá Birkir (Norsarinn) um tónlistina og myndina. (more…)

Getraunir | 485 Ummæli »

Þríþraut FC Bumbi #4

Wednesday, 6. January, 2010

Sælir Félagar og Áhangendur

Eftir að nýr sigurvegari kom sá og sigraði síðast gefur það vonandi mönnum von um að gera slíkt hið sama. En svo þið vitið það þá eru allir sigurvegarar hjá FC Bumbi (allavega ef þú drekkur smá bjór).

Smá breyting á stigagjöf: Myndagátan heldur sér en hljóðgátan er með 7 mismunandi brotum og gefur hvert rétt svar eitt stig. Tónlistarfimman er með 6 lögum að þessu sinni og gefur því 18 stig.

Senda skal öll svör á drusinn@gmail.com og skilafrestur er til 13. janúar 23:59

Yfir og Út
Føroyingurin

p.s. Ef einhver hefur áhuga á því að koma sem gestur þar að segja taka myndagátuna/hljóðgátuna/tónlistarfimmuna eða bara allt hafði þá bara samband við mig.


Hljóðgátan: Hérna má heyra 7 mismunandi hlátra sem allir koma úr teiknimyndum úr hvaða teiknimyndum koma þeir?


Tónlistar Fimman: Í boði Birkis (Norsara)


Myndagátan: Hver er maðurinn?

Getraunir | 585 Ummæli »

Þríþraut FC Bumbi #3 Svör

Monday, 4. January, 2010

Kæru Félagar og Áhangendur

Jæja þá er loksins komið að svörunum eftir langa og stranga bið sökum þess hve pistlahöfundur hefur verið í mörgum veislum og gúffað í sig jólamatnum. En eins og svo oft áður þá er betra seint en aldrei og veit ég að sumir hafa beðið þessa pósts með mikilli eftirvæntingu þannig að það má líta á þetta sem Jól fyrir suma.

Lögin að þessu sinni voru:

1. YMO (Yellow Magic Orchestra) – Rydeen
2. Edgar Winter Group – Free Ride
3. Slade – Let’s Call It Quits
4. Gipsy Kings – Baila Me
5. Hljómar – Bláu Augun Þín

Hljóðið:

Í þessu hljóðbroti mátti heyra í Harry Dunne að skíta í bilaða klóstið í fjallakofa Mary Swanson. Gefið var rétt fyrir Dumb & Dumber, Jeff Daniels

Myndin:

Allir þeir sem nokkurtíma hafa horft á sjónvarp í æsku ættu að kannast við þessa hatta en þetta eru auðvita hattar þeirra Pat & Mat eða á íslensku Klaufabárðanna

Þá er komið að því að tilkynna sigurvegara og fleira

Siggi Bahama lét sig ekki vanta í Þríþrautina þrátt fyrir að vera í útlandinu. Hann átti ekki í nokkrum vandræðum með hljóð og myndgátuna en tónlistin var greinilega ekki að hans skapi en náði auðvita að svara Hljómum. 17 stig.
Heimir (Lebowski) er líkt og Siggi ekki í nokkrum vandræðum með hljóðið og myndina en þó er hann með skemmtilegar ágiskanir á lögin t.d. Tea bags – Yeah oooh og Bounce – My balls en hann náði Hljómum 17 stig.
Vigfús (Alkinho) áður en ég les upp gengi Fúsa vil ég koma alls óviðkomandi upplýsingum að, ég gaf Fúsa Ericson síma í jólagjöf. En vindum okkur í svörin hans Fúsa já þau voru öll rétt. 29 stig.
Stjáni er ný og góð viðbót við þátttakendur en eins og svo margir var hann með hljóð og mynd rétt sem og hann náði bandinu Hljómar. 15 stig.
Birkir (Norsarinn) hefur greinilega ekki nennt að renna í gegnum itunes hjá sér en ég myndi veðja á að hann hefði getað gert betur í tónlistinni. Hann ákvað hinsvegar að herma eftir Heimi og Sigga 17 stig.


Fúsi er því ótvíræður sigurvegari þessarar Þríþrautar og er hann vel að þessum sigri kominn enda tekið þátt í flestum Þrautum FC Bumbi. En hvernig er annars Ericson síminn að virka Fúsi eru einhverjir skemmtilegir fítusar á honum?

Yfir og Út
Føroyingurin

Efstir voru:

Getraunir | 1,382 Ummæli »

Þríþraut FC Bumbi #3

Thursday, 17. December, 2009

Sælir Félagar og Áhangendur

Heldur dræm þáttaka var síðast og ekki kann ég skil á því hvað orsakaði það. En þar sem ég er nánast spurður daglega hvort ekki eigi að fara að setja upp nýja þraut þá hlítur þáttakana að taka kipp eftir svona langt frí. Að þessu sinni er tónlistar fimman í boði Tomma (Speedo).

Með Hljóðgátuna og Myndagátuna má senda inn 3 svör og þarf að raða þeim upp í 1-2-3, 7 stig fást fyrir rétt svar í 1, 4 stig ef rétta svarið er í 2 og 1 stig ef rétta svarið er í 3. Heildarstigin í pottinum eru því 29 nema annað sé tekið fram.

Senda skal öll svör á drusinn@gmail.com og skilafrestur er til 24. desember 23:59

Yfir og Út
Føroyingurin

p.s. Ef einhver hefur áhuga á því að koma sem gestur þar að segja taka myndagátuna/hljóðgátuna/tónlistarfimmuna eða bara allt hafði þá bara samband við mig.


Hljóðgátan:

Þessi bútur er úr bíómynd ég vil fá að vita hvaða bíómynd og hver er að fá fullnæginguna. (nafn leikarans)


Tónlistar Fimman: Í boði Tomma (Speedo)


Myndagátan: Það sér hver maður að þetta eru hattar/húfur en það er spurt hverjir bera þessi höfuðföt?

Getraunir | 395 Ummæli »