Appelsínugult afmæli

Monday, 29. October, 2012

Sælir Félagar og Áhangendur

Nei ef það er ekki afmælisbarn dagsins jafnvel afmælisbörn dagsisns, það eru víst liðin 42 ár síðan tveir merkir knattspyrnumenn fæddust en það eru þeir Phillip Cocu og Edwin van der Sar. Ekki nóg með að þeir séu fæddir sama dag á sama ári heldur eru þeir fæddir á sama sjúkrahúsi líka. Ætli þetta sjúkrahús sérhæfi sig kannski í framleiðslu góðra fótboltamanna, undirritaður hefði kannski betur verið fæddur í Hollandi. (more…)

Afmælisdagar | 3,681 Ummæli »

Flying Ace

Thursday, 5. August, 2010

Sælir Félagar og Áhangendur

Löng hefur biðin verið en það er komið að afmælis pistli og biðin er ekki til einskins því um er að ræða fyrrverandi Scunthorpe, Liverpool og Tottenham mann. Raymond Neal Clemence eða betur þekktur sem Ray Clemence en hann er ekki nema 62 ára í dag og því gjaldgengur í FC Bumbi. Fyrir þá sem ekki muna eftir þessum snillingi þá er hann talinn vera einn sá ef ekki sá besti markmaður sem England hefur gefið af sér.
(more…)

Afmælisdagar | 2,132 Ummæli »

Faðir Vor á afmæli!

Friday, 9. April, 2010

Kæru Félagar og Áhangendur

Já það er satt Guð á afmæli í dag og ég las það ekki í Biblíunni enda þykir mér ólíklegt að skáldsagnahöfundar fyrri tíma hafi gert sér í hugaland að slíkur knattspyrnumaður skildi líta dagsins ljós. Þó eru Guð bilblíunar og Faðir Vor líkir á þann hátt að vera nokk umdeildir á sínu sviði. Umræddur einstaklingur er mun hærri en Lionel Messi og líklega var hann þeim mun betri líka. (more…)

Afmælisdagar | 1,075 Ummæli »

Múrarinn í Kristalshöllinni

Tuesday, 3. November, 2009

Kæru Félagar og Áhangendur

Þó titillinn gefi kannski til kynna mjög svo spennandi barna sögu þá verð ég því miður að syrgja ykkur með því að svo er ekki. Það er komið að afmælisbarni dagsins en að þessu sinni er það Ian Edward Wright, en hann er 46 ára í dag. Hann er hvað þekktastur fyrir boltaspark sitt með liðunum Crystal Palace og Arsenal. Fyrir þá sem eru ekki mikið fyrir knattspyrnu þá lék hann einnig í auglýsingu sem var mjög vinsæl hér á landi Chicken Tonight.

Ekki gekk mjög vel hjá Ian framan af, hann fór á reynslu til nokkurra félaga en ekkert þeirra vildi fá hann. Hann var eiginlega búinn að gefa atvinnumennsku upp á bátinn og farinn að vinna fyrir sér sem múrari þegar njósnari frá Crystal Palace kom auga á hann. Eftir reynslu tíma hjá Örnunum (Crystal Palace) leist Steve Coppell svo vel á Ian að hann bauð honum samning. Þetta var aðeins nokkrum mánuðum fyrir 22 ára afmælið hans.

Ekki brást Ian trausti Steve en hann spilaði fyrir Ernina í 225 leikjum þar sem hann skoraði 90 mörk á 6 ára tímabili. Eftir þessi góðu tímabil ákvað hann að söðla um sig illskiljanlega fór hann þó til Arsenal sem var og er mun minna félag en Ernirnir. En í London spilaði hann fótbolta fyrir Skytturnar (Arsenal) í 7 ár, sagt er að hann hafi tapað veðmáli við Teddy Sheringham en refsingin var 7ára dvöl hjá Skyttunum. Ian spilaði þó vel fyrir Skytturnar í þeim 221 leik sem hann lék en hann skoraði í þeim 128 mörk.

Loks þegar pyntingunum var lokið og hann gat lokst yfirgefið Skytturnar fór hann til stærri liða eins og West Ham Utd, Nottingham Forrest, Celtic og Burnley. Þess má líka geta að hann fékk einstöku sinnum frí frá leikjum sýnum með Skyttunum en þá lék hann með Enska landsliðinu en hann spilaði 33 leiki og skoraði 9 mörk fyrir landslið sitt.

Að loknum fótbolta ferli fór Ian út í allskonar sjónvarpsþætti bæði sem þáttakandi og þáttarstjórnandi. Einnig hefur hann verið mikið í auglýsingum og verið að lýsa ýmsum íþróttaviðburðum þá helst fótbolta. Ian fékk síðan síðan MBE ( Most Excellent Order of the British Empire) orðu sem er svona álíka og Fálka orðan á Íslandi en þessa orðu fékk hann fyrir störf sín tengd Fótbolta.

Ian á þrjá syni Shaun Wright-Phillips sem er ættleiddur en hann spilar með Man City, Bradley Wright-Phillips hann leikur með Plymouth og Brett Wright sem hefur verið að leika með varaliði Reading.

Yfir og Út
Føroyingurin

Afmælisdagar | 269 Ummæli »

Ian, Skari og Føroyingurin

Tuesday, 20. October, 2009

Sælir Félagar og Áhangendur

Að þessu sinni eru ÞRJÚ afmælsibörn en það er engir aðrir en Ian nokkur Rush, Jakob Cecil Hafsteinsson (Skari) og Jóhann Sigurðarson (Føroyingurin). Margt eiga þessir menn sameiginlegt þeir eru t.d. allir gífurlega góðir að sparka í bolta, halda allir með Liverpool, hafa allir farið á Liverpool leik og síðast en ekki síst eru allir fjall myndarlegir.

Ian byrjaði ferill sinn þó aðeins á undan okkur félögunum en hann byrjaði hjá Chester City árið 1978 þar sem hann spilaði 34 leiki og skoraði í þeim 18 mörk. Það leið samt ekki á löngu þar til Liverpool krækti sér í kauða en það gerðist 1980 og var hann hjá þeim til 1987 en á þeim tíma lék hann 224 leiki ásamt því að skora 139 mörk.

Eftir veru sína hjá Liverpool tók hann gott ár á sig fyrir klúbbinn sinn, en hann fór til Juventus fyrir 3miljónir punda spilaði fyrir þá 29 leiki og skoraði 7 mörk. Hann semsagt fór til þeirra og gerði það að verkum að Juventus var ekki keppinautur Liverpool í Meistaradeildinni. Síðan var hann seldur aftur til Liverpool á 2,7 milljónir sem þá var met fé fyrir leikmann í ensku deildinni. Þar með græddi Liverpool á tá og fingri.

Hann tók þá aftur til við að skora mörk en hann setti 90 tuðrur í netið í 245 leikjum. Eftir dvölina hjá Liverpool fór hann til nokkurra minni spámanna líkt og Leeds, Newcastle, Sheffield Utd, Wrexham og Sydney Olympic.

Með landsliðinu Wales spilaði hann 73 leiki með boltanum syngjandi í netinu 28 sinnum. Að loknum ferli sínum sem knattspyrnumaður hefur hann mikið unnið við fótbolta svo sem framkvæmdastjóri, þjálfari og lýsir hann leikjum líka.

Þá að Skara og Føroyingnum en Føroyingurin hóf að sparka í bolta við fæðingu í Thorshavn og hefur vart stoppað síðan. Føroyingurin fluttist síðan á afskektan stað á Íslandi að nafni Hvammstangi en þar æfði hann með Kormáki. Á meðan hann spilaði með Kormáki kom upp viss samkeppni milli hans og Grétars Rafns sem spilaði á Sigló.

Eftir að Føroyingurin hafði sýnt þessum Siglfirðingum hvar Davíð keypti ölið fóru þeir allir á barinn og hafa ekki sést síðan. Þá hélt Føroyingurin á vit ævintýranna að leita sér að nýrri áskorun en þá var Víkingur Ólafsvík fyrir valinu og lék hann með þeim bláklæddu í nokkur ár.

Ekki leið þó á löngu þar til lið úr borg óttans voru renndu hýrum augum í átt til hans en augu Fylkir voru hýrari en hinna og því varð það næsti viðkomu staður Føroyingsins. Þaðan fór hann síðan á reynslu til Englands en það var sjálfur Bobby Charlton sem skoðaði kappann en þar sem Føroyingurin taldi víst að hann væri að skoða hann á vegum Man Utd afþakkaði hann pent fyrir sig.

Við komuna heim til Íslands varð Føroyingurin var við minnkandi áhuga á knattspyrnu og ákvað því að fara í heimsreisu til þess að finna sjálfan sig. Á ferðalagi hans í Tíbet var hann á vegi manns að nafni Skari en þar eyddu þeir ómældum tíma í klaustri við Himalaya fjöllin. Þar lærðu þeir um hið innra sjálf sitt og komust að því að þeir væru öðrum mönnum fremri í öllu því sem þeir tækju sér fyrir hendur.

Fyrst heyrist frá Skara í Garðabænum en þar er hann uppalinn, ekki er mikið vitað um þennan frækna fótboltamann en hann hefur eigi spilað fyrir lið á Íslandi. Hann var einn sá besti í Underground fótbolta þar sem engar reglur viðgangast enda ber hann þess merki í dag.

Að Tíbet för lokinni gengu þeir síðan saman til liðs við nýstofnað lið FC Bumbi og ætla þeir að leggja sitt af mörkum til þess að koma þessu liði til hæstu metorða innan fótbolta heimsins.

Yfir og Út
Føroyingurin


Ian Rush in "501 Liverpool Goals"
Uploaded by opicky. – More professional, college and classic sports videos.

Afmælisdagar | 1,733 Ummæli »

Hvíta Perlan

Monday, 5. October, 2009

Kæru Félagar og Áhangendur

Hvíta Perlan einn sá merkasti fótboltamaður Íslands ef ekki heimsins, þá er ég auðvita að tala um Albert Guðmundsson. Hann byrjaði hjá Val sem strákur (ef hann hefði getað spilað með Fylki þá hefði hann gert það). En árið 1944 fluttist hann til Skotlands til að læra viðskiptafræði. Í Skotlandi hóf hann að æfa með Rangers en stuttu seinna fluttist hann til Englands og æfði þar með nýgræðinga hópi Arsenal. Hann spilaði nokkra vináttu leiki með Arsenal og tvo leiki í 1. deildinni sem þá var efsta deildin, en hann var annar maðurinn utan Stóra Bretlands til þess að spila fyrir Arsenal aðeins Gerard Keyser var á undan honum.

Sökum þess að Albert fékk ekki atvinnuleyfi í Englandi gat hann ekki unnið fyrir sér sem atvinnumaður í fótbolta. Þetta varð til þess að hann stökk á tækifæri sem Nancy í Frakklandi veitti honum árið 1946. Nancy átti ekki eftir að sjá eftir þessum kaupum en á hans fyrsta tímabili var hann markahæsti maður liðsins ásamt því að skora tvö mörk í tveimur bikarúrslitaleikjum sem enduðu báðir 2-1. AC Milan keypti síðan Hvítu Perluna til sín árið 1948 og spilaði hann ágætlega þar til hann braut á sér hnéið í leik gegn Lazio, AC Milan vildi ekki taka áhættuna að senda hann í aðgerð þannig að hann keypti út samninginn sinn og fór í aðgerðina sem heppnaðist vel. Hann fór síðan aftur til Frakklands þar sem hann spilaði fyrir nokkur lið áður en hann lagði skóna á hilluna árið 1954. Hann tók þó reyndar fram aftur árið 1962 til þess að leika með öldungaleik ásamt gömlum stjörnum úr AC Milan gegn Inter en hann skorði mark AC Milan í 2-1 tapi liðsins.

Að fótbolta ferlinum hóf hann að reka heildverslun sem seldi aðallega fatnað, árið 1968 var hann síðan kosinn formaður KSÍ og hélt hann þeirri stöðu til 1973. Hann gekk í Sjálfstæðisflokkinn árið 1970 og byrjaði hann í borgarstjórn en stuttu síðar eða 1974 var hann kosinn á þing þar sem hann var Fjármálaráðherra 1983-1985, Iðnaðarráðherra 1985-1987 en þá kom upp skatta skandall sem varð til þess að hann sagði af sér. Honum þótti Sjálfstæðiflokkurinn ekki standa við bakið á sér í þessum skandal þannig að hann sagði sig úr flokknum og stofnaði Borgaraflokkinn og var hann formaður hans til 1989. Hann var síðan sendiherra í Frakklandi frá 1989 – 1993.

Þess má geta að Albert Guðmundsson bauð sig fram til forseta árið 1980 en hann tapaði fyrir Vigdísi Finnbogadóttur, hvað ætli það sé í vatninu í Milan eða æfingar aðferðum AC Milan sem verður til þess að leikmenn bjóða sig fram til forseta en eins og þið kannski munið eftir þá bauð George Weah sig líka fram til forseta og tapaði hann einnig gegn kvenmanni.

Fyrirsögn “France Football” 2. des. 1947:
Í Nancy horfðu 21 leikmaður og og 19.300 áhorfendur á “Íslensku perluna” leika knattspyrnu.

Yfir og Út
Føroyingurin


Albert er í efri röð næst lengst til vinstri.

Afmælisdagar | 3,928 Ummæli »