Forsetaframbjóðandinn

Thursday, 1. October, 2009

Sælir Félagar og Áhangendur

Nú er komið að afmælisbarni dagsins en að þessu sinni er það George Tawlon Manneh Oppong Ousman Weah, betur þekktur sem George Weah. Hann er fæddur á þessum dýrðardegi 1. október 1966 og gerir það hann 43 ára gamlan. Hann er líklega þekktasti maður Líberíu, allavega er hann sá eini sem ég man eftir.

Þá er komið að því að telja upp lið, leiki og mörk, að þessu sinni ætla ég að halda mig við lið í Evrópu. Fyrsta evrópska lið sem hann spilaði með var AS Monaco og spilaði hann með þeim 102 leiki og skoraði 47 mörk, ætli Eiður Smári muni standa sig jafn vel. Þaðan lá leiðin uppá við en hann hélt sig samt við frönsku deildina og fór hann þá til PSG þar sem hann skoraði 32 mörk í 102 leikjum.

Aftur lá leiðin uppá við en nú ákvað kauði að skipta um deild og varð AC Milan fyrir valinu, þar varð hann hvað frægastur en fyrir þá spilaði hann 114 leiki og skoraði hann 46 mörk í þeim leikjum. Hann tók síðan stutta spretti með Chelsea og Manchester City. Heildar leikjafjöldi á ferlinum er 410 og heildar fjöldi marka er 195. Hann spilaði síðan 60 leiki með landsliðinu og skoraði með því 22 mörk.

Weah ólst upp í einum fátækasta hluta Líberíu og var hann þá aðallega hjá ömmu sinni. Hann gekk í múslímskan skóla og áður en hann komst burt vann hann á símaskiptiborði. Weah giftist konu frá Jamaica og eignaðist með henni börn en þau eru búsett í BNA þar sem Weah Jr. hefur spilað fyrir U-20 lið Bandaríkjanna.

Weah vann til margra verðlauna sem leikmaður African Player of the Year, European Player of the Year, og World Best Player. Árið 1996 áttust við AC Milan og FC Porto og í göngunum þegar leikmennirnir biðu eftir því að hlaupa inná átti sér stað atvik, en þá sló Weah Jorge Costa í andlitið sem varð til þess að Costa nefbrotnaði. Fyrir þetta fékk Weah 6 leikja bann en það hindraði hann þó ekki til þess að vinna Fifa Fair Play verðlaunin árið 1996. Nú er spurning hvort Adebayor vinni til þessara verlauna í næsta skipti sem þau eru veitt.

Árið 2005 ákvað Weah að bjóða sig fram til Forseta í Líberíu, hann vann í fyrstu talningu en það var ekki með nægilega miklum mun þannig að það var kosið aftur og þá tapaði hann. Þess má geta að ég er mikill aðdáandi AC Milan og þann tíma sem Weah var hjá þeim var hann minn uppáhalds leikmaður þangað til að ég fattaði að hann væri svartur. En þá varð Roberto Baggio minn uppáhalds enda var hann með afburðar fallega greiðslu, hann var nefnilega með “skottið“.

Yfir og Út
Føroyingurin

Afmælisdagar | 657 Ummæli »

Sheva, kjarnorku drengurinn

Tuesday, 29. September, 2009

Sælir Félagar og Áhangendur

Það er komið að næsta afmælisbarni, en í dag fyrir 33 árum fæddist Andriy Shevchenko, hann er einn merkasti fótboltamaður sem uppi hefur verið. Ekki er verra að vera kominn á þann stall þegar maður er aðeins 33 ára, en hann er fjórði markahæsti maður í Evrópukeppnum félagsliða en þeir sem eru standa honum framar eru Filippo Inzaghi, Raúl and Gerd Müller.

Sheva byrjaði ferilinn hjá Dynamo Kyiv árið 1994 þar sem hann skoraði 60 mörk í 117 leikjum en það leið ekki á löngu þar til hann fór í eitt af bestu liðum í Evrópu, en hann gekk til liðs við AC Milan árið 1999. Hjá AC Milan skein hans eins og stjarnan sem hann er hann spilaði með þeim í 7ár, 208 leiki og skoraði 127 mörk. Nú var komið að því að vinna sér inn smá pening og gekkst Roman Abramovich við því að borga honum rússa gull en Shiva var á mála hjá Chelsea frá 2006-2009.

Ekki gekk þó jafn vel í landi englanna líkt og í Ítalíu en hann spilaði 48 leiki og skoraði hann 9 mörk í þeim. Hann fór þó reyndar til Ítalíu á láni tímabilið 2008-2009 og spilaði þar 18 leiki fyrir AC Milan en þar var hann heldur ekki á skotskónum og skoraði hann ekkert mark í þessum 18 leikjum. Hann er því kominn aftur til Úkraínu og spilar hann þar fyrir uppeldisfélag sitt Dynamo Kyiv. Svo við gleymum nú ekki landsliðsferli hans þá hefur hann spilað 90 leiki fyrir landsliðið og skorað 42 mörk.

Þá snúum við okkur að persónulega hlutanum en Sheva er giftur amerísku módeli en talar þó mjög litla ensku og tala þau víst saman á ítölsku. Sheva og Giorgio Armani eru mjög góðir vinir en Sheva hitti eiginkonu sína einmitt í partýi hjá Mr. Armani.

Segja má að kjarnorka hafi spilað stórt hlutverk í ævi Sheva en hann átti heima ekki langt frá Chernobyl og var hann 9 ára þegar slysið átti sér stað í apríl 1986. Gæti verið að lítill skammtur af kjarnorku geri mann góðan í fótbolta, er einhver sem bíður sig fram til þess að prófa á næstu æfingu? Þegar hann var ungur var hann einnig í keppnisboxi og keppti hann í úkraínsku unglinga deildinni en fótboltinn varð ofaná.

Þess má geta að Sheva hefur verið okkur Liverpool mönnum góður en í úrslitaleiknum góða í Meistardeildinni 2005, þá tókst honum að misnota færi einn á móti marki og svo það eitt sé ekki nóg þá var hann með arfa slaka vítaspyrnu sem meistari Dudek varði.

Yfir og Út
Føroyingurin

Afmælisdagar | 1,372 Ummæli »

Safehands Seaman

Saturday, 19. September, 2009

Sælir Félagar og Áhangendur

Þá eru orðin 46 ár frá því David Seaman leit dagsins ljós fyrst, þar að segja hann er afmælisbarn dagsins. Ég vil nú taka það fram strax að ég er ekki aðdáandi Arsenal en David Seaman gegnir öðru máli. Seaman er fæddur og uppalinn í Rotherham sem er verkamanna bær í norður Englandi, þar að segja skíta hola.David Seaman

En svo við snúum okkur aftur að Seaman þá byrjaði hann ferilinn hjá Peterborough United þar sem hann spilaði 91 leik á árunum 1982-1984, þá fór hann til Birmingham City þar sem hann spilaði 75 leiki á árunum 1984-1986, næst var komið að QPR en þar ákvað hann að stoppa örlítið lengur við og var hann þar frá 1986-1990 og spilaði fyrir þá 141 leik.

Þá var komið að því að spila með stóru strákunum og fór hann til Arsenal árið 1990 og var hann þar í 13 ár eða til 2003 og spilaði hann 405 leiki fyrir þá. Hann fór svo til Manchester City og var hann þar í eitt ár og lagði hann síðan skóna á hilluna.
Seaman spilaði fyrir enska landsliðið í 14 ár frá 1988-2002 þar af spilaði hann tvisvar á heimsmeistaramótinu 1998 og 2002.

Að loknum fótboltanum fór hann í hina ýmsu sjónvarpsþætti þar á meðal Strictly Come Dancing og Dancing on Ice og þess má geta að hann vann í Strictly Come Dancing. Árið 2005 lét hann klippa á hárið í sjónvarpinu til styrktar einhvers málefnis en það varð til þess að L’Oreal sem ætlaði að fá hann í auglýsingarherferð hætti við.
En þess má geta að hann byrjaði að safna í tagl eftir að Emmanuel Petit fór frá Arsenal með taglið sitt, en Seaman hélt því fram að tagl í liðinu boðaði lukku.

David Seaman og markvörður FC Bumbi eru álíka fatlaðir en Seaman er örvhentur en sparkar boltanum þó með hægri fæti og kastar honum með hægri hendi. Þess má til gamans geta að höfundur þessarar greinar fór á leik Man Utd – Arsenal 25/02 2001 og stóð á Seaman á milli stanganna. Leikurinn var mjög svo spennandi í byrjun og byrjaði Seaman á því að láta hottinn tottann D. York skora hjá sér á 2. mín en það leið ekki á löngu þar til F. Bartez leyfði öðrum hottinn totta að skora en þá var það T. Henry. Eftir það var leikurinn ekki mjög spennandi en hann fór 6-1 fyrir Man UTD og skoraði D. York þrennu R. Keane T. Sheringham og Solskjær eitt sitthvor.

Yfir og Út
Føroyingurin

Afmælisdagar | 2,154 Ummæli »