FC Bumbi á Kjarnamóti

Monday, 7. September, 2009

FC Bumbumenn mættu galvaskir á kjarnamót aftureldingar að tungubökkum í mosfellsbæ. Allir liðsmenn voru einarðir á því að komast upp úr B-riðli. Til að ná því markmiði hafði stjórn liðsins keypt 2x kassa af orkudrykkjum (thule) og sunginn var þjóðsöngurinn fyrir hvern leik til að efla móralin og liðsandan.

Fyrsti leikurinn var gegn “gömlu” Hvítu Riddurunum. Eftir aðeins 5 mínútna leik voru Bumbumenn komnir yfir (1-0) eftir frábært spil sem endaði á því að Galdur skallaði boltan í netið. Á meðan FC Bumbi var en að fagna skoruðu Riddararnir hinsvegar 5 mörk og fór því sem fór… 5 – 1 tap.

Annar leikurinn var gegn KF Adriano en þeir svartklæddu töldust heppnir að ná 4-2 sigri á okkar mönnum. Fengu ef ég man rétt 2 víti í þeim leik.

Heimir Lebowski og Árný Beckham áttu okkar mörk að þessu sinni og voru þau með öllu stórglæsileg.

Þriðji og seinasti leikur FC Bumba á mótinu var gegn Vinnignsliðinu og voru okkar menn búnir að hlaupa langt umfram getu og dönsuðu við leyfileg mörk bjórmagns í blóði þegar sá leikur var blessunarlega flautaður af. 7-0 ef við munum rétt og verður þeirra ófara klárlega hefnt!

Gayri Fritzl skoraði hér sjálfsmark með glæsilegri stoðsendingu frá Bónernum og átti Heimir Lebowski sem stóð á milli stangann í þessum leik aldrei séns í þennan bolta.

Við viljum þakka aðstandendum Kjarnamótsins, góðum mótherjum og skemmtilegum dómara fyrir þennan dag og vonumst við til að spila meira með þessu fólki í framtíðinni.

En allra helst vill ég þakka þeim leikmönnum FC Bumba sem voru með okkur á mótinu fyrir frábæran dag, þið eruð gull af mönnum.

kv. Fabio
Formaður

[singlepic=187,530,,,]

Mót | 3,783 Ummæli »

Kjarnamót Aftureldingar

Friday, 14. August, 2009

afturelding

Bumbumenn takið eftir.
FC Bumbi hefur skráð sig í Kjarnamót Aftureldingar sem haldið verður í Tungubökkum Mosfellsbæ. Laugardaginn 29. ágúst klukkan 10 (um morguninn) og stendur riðlakeppnin fram til 16:00.

Spilað verður 2×14 mín og er þetta 7 manna bolti með frjálsum skiptingum að hætti hvítra manna.
Það kostar 20þús að taka þátt og verður sá kostnaður bróðurlega skipt niður á milli þátttakenda – Innifalið í gjaldinu er grill í lokin og svo verða drykkir seldir.

Auglýsinga-Plakatið

Mót | 2,521 Ummæli »