auglysingabordi4
Twitter

Æfingatími er 20:30 - 21:30 á mánudögum á Leiknisvelli.

Fimmtudagsæfingar þegar það er ekki leikvika, kl 19:00 á tennisvellinum í Garðabæ

Haldið er utan um allar æfingar með Event-um á Facebook

Twitter
bumbatal
 • 8. jan - Elías "Dreifarinn"
 • 18. jan - Árný "P. Beckham"
 • 28. feb - Fúsi "Alkinho"
 • 1. mars - Afmæli Bjórsins
 • 13. mars - Tommi "Speedo"
 • 14. mars - Baldur "Galdur"
 • 31. mars - Natan "Bóner"
 • 2. mai - Birkir "Norsarinn"
 • 21. mai - Siggi "Bahama"
 • 28. mai - Bragi "Fabio"
 • 9. jún - Heimir "Lebowski"
 • 15. júlí - Gunnar "Kindin"
 • 9. ágú - Tor "Handegg"
 • 27. ágú - Gunnar "Mooner"
 • 20. okt - Jói "Føroyingurinn"
 • 20. okt - Jakob "Skari"
 • 25. okt - Hörður "Skátastelpa"
 • 14. nóv - Pétur "Ljósmóðir"
 • 9. des - Hemmi Gunn
 • 19. des - Ásgeir "Fritz"
 • 28. des - Hans "Partý-Hans"

FC Bumbi vs haarde

Það bara svo til að boð kom frá Carlsberg keisara að FC Bumbi skildi spila bikarleik við Haarde. Þetta var fyrsti bikarleikur bumbans í sumardeildinni og skyldi hann leikinn á leiknisvellinum. Fóru því allir hver frá sinni borg og mættu ferskir uppí Breiðholt rétt fyrir sjö að kveldi hins heilaga sunnudags 29.maí.

FC Bumbi ákvað að gera sér dagamun og taka enga upphitun enda búist við að vinna þennan leik bara auðveldlega. Má segja að það sé aðallega að þakka gríðarlega góðum úrslitum í síðustu leikjum, þó má deila um hvort Bumbi skuli kæra þetta rán um hábjartan dag í síðasta leik. En ekki verður talað um það hér. Leikurinn byrjaði síðan ekki stundvíslega kl 19:00 heldur miklu seinna.

Að venju byrjaði Bumbi að miklum krafti og átti Sasú tvo unaðleg færi en brást bogalistin á fagmannlegan hátt. Ennþá héldu þó Bumbar að sækja og má segja að þetta hafi verið leikur kattarins að músinni, því haarde áttu aldrei break í sterka vörn og sókn bumbans. Það var þó einn hængur á vörninni því hún á að hafa náð samningum við helstu bjór fyrirtæki landsins um að leyfa öllum liðum að skora á móti sér og í staðinn fá bjór, bjórinn hefur þó aldrei skilað sér en samt leyfir vörnin alltaf hinu liðinu að skora. Sem var kannski ágætt því Bumbi var hvort sem er alltaf að fara vinna þennan leik. Til að gera þessa löngu sögu stutta þá skoraði haarde eitt plubbalegt mark.

En það kom síðan á daginn að stemmingin í Bumba akkúrat núna er engri lík. Leikgleðin skín af mönnum og bjórinn flæðandi útum allt. Sasú ákvað því að bæta fyrir flippið í byrjun leiks og skoraði gullfallegt mark. Staðan 1-1 og dómarinn hefur ekki hugmynd hvað tímanum líður.

Flautaði þá dómarinn til hálfleiks og var tekin góð bakhrinding í hóký pókýinu. En það sem er eftirminnilegast í fyrri hálfleiknum er vandræði eins haarede mannsins að koma sér í rautt vesti því hann var í alveg eins bol og dómarinn. Var þetta mjög spaugilegt og minnti mikið á þetta:

Seinni hálfleikur byrjaði mjög svipað og sá fyrri, FC Bumbi sótti látlaust á mark haarde, það látlaust að þeir gleymdu að skella sér í vörn. En þar var þó maður að nafni Ljósmóðir sem átti eftir að koma mikið við sögu og það helsta að hann skoraði næstum því tvö sjálfsmörk. En óvíst er hvort hann hafi átt þátt í því þegar haarde nær að komast aftur yfir.

Bumbi gefst þó ekki svo auðveldlega upp og mjög fljótlega eftir markið var komið að leikþætti Daðabar sem kom hratt upp miðjuna og ákveður síðan bara að láta vaða af 35 metra færi og boltinn syngur inni. Má sjá endursýninguna hér en taka skal fram að Daðabar var nýbúinn að fara í þrefaldan túrbó tíma og var kolsvartur að sjá

Staðan orðinn 2-2 og allt í járnum. Uppdate á klukkuna: á þessum tímapunkti var talið að ákveðin dómari í síðasta leik hafi tekið klukkuna með sér heim og hafði því þessi dómari enga klukku til vita muninn á vinstri og hægri.

En aftur að leiknum, hin stóri en kannski ekki stæðilegi Fritzl var kominn til baka eftir hafa verið frá síðustu vikur vegna flutninga í nýjan kjallara. Kom hann gríðarlega sterkur til baka og var ekkert að tvínóna við þetta, eftir að Bumbi hafði jafnað var lítið annað hægt en að komast yfir og gerði frizl það með umdeildu tricki sem hann segist hafa séð í rússneska landsliðinu um 1950 og heitir því ágæta nafni Basement Jaxx. Það virkaði fullkomlega.

Staðan orðinn 3-2 og dómarinn byrjaður að líta til sólar til að reyna finna út hvað tímanum líður.
Var þessi leikur þó langt frá því að vera búinn því haarde skoruðu óvart eitt mark í viðbót en var það eiginlega bara af því Alkinho langaði í vítaspyrnukeppni.

Dómarinn flautaði því til leiksloka og Sasú, Dreifarinn og Daðabar ákváðu að taka víti fyrir Bumbann og að sjálfsögðu var Alkinho í markinu.

Fyrsta víti: Geir var greinilega ennþá að jafna sig eftir að hafa verið sendur fyrir landsdóm og skaut beint útaf. Alkinho vill þó meina að hann hafi outsækað hann, það má vera.

Annað víti: Dreifarinn er ekki bara einhver boltastrákur hjá bumba að dreifa boltum heldur er hann snjöll vítaskytta og tók öruggt víti. 4-3 fyrir Bumba

Þriðja víti: Alkinho borðaði skotmann haarde í sig með fava baunum og góðu Chianti. Staðan enn 4-3

Fjórða víti: Sasú gat tryggt Bumbann inní 16 liða úrslit Bikarkeppninar með þessu víti. Það gerði hann svo sannarlega, markmaðurinn átti aldrei séns.

FC BUMBI komnir í 3 umferð eða 16 liða úrslit í þessari mögnuðu bikarkeppni. Þetta var þó aldrei spurning, Bumbi betra liðið allan leikinn.

Haldið var síðan beint á barinn eftir leik.

Uppdate á klukkuna: Talið er að hinn dómarinn sé búinn að koma klukkunni í verð þannig hún kemur aldrei aftur á Leiknisvöllinn.

Út og Inn
Snigillinn