auglysingabordi4
Twitter

Æfingatími er 20:30 - 21:30 á mánudögum á Leiknisvelli.

Fimmtudagsæfingar þegar það er ekki leikvika, kl 19:00 á tennisvellinum í Garðabæ

Haldið er utan um allar æfingar með Event-um á Facebook

Twitter
bumbatal
 • 8. jan - Elías "Dreifarinn"
 • 18. jan - Árný "P. Beckham"
 • 28. feb - Fúsi "Alkinho"
 • 1. mars - Afmæli Bjórsins
 • 13. mars - Tommi "Speedo"
 • 14. mars - Baldur "Galdur"
 • 31. mars - Natan "Bóner"
 • 2. mai - Birkir "Norsarinn"
 • 21. mai - Siggi "Bahama"
 • 28. mai - Bragi "Fabio"
 • 9. jún - Heimir "Lebowski"
 • 15. júlí - Gunnar "Kindin"
 • 9. ágú - Tor "Handegg"
 • 27. ágú - Gunnar "Mooner"
 • 20. okt - Jói "Føroyingurinn"
 • 20. okt - Jakob "Skari"
 • 25. okt - Hörður "Skátastelpa"
 • 14. nóv - Pétur "Ljósmóðir"
 • 9. des - Hemmi Gunn
 • 19. des - Ásgeir "Fritz"
 • 28. des - Hans "Partý-Hans"

Um FC Bumbi

FC Bumbi er rúmlega 20 manna fótboltalið sem tekur þátt í utandeild Leiknis. Liðið kom fyrst saman sumarið 2009 en var formlega skráð hjá skattstjóra í október sama ár. Upphaflega stóð einungis til að safna saman skemmtilegu og hressu fólki í tuðruspark 1x í viku en dæmið vatt fljótlega upp á sig og FC Bumbi var stofnað, keyptir búningar og lið skráð til leiks í Carlsberg utandeild.

Tilgangur FC Bumbi hefur þó ekkert breyst og er okkar markmið að skemmta okkur og öðrum konunglega á meðan fótbolti er spilaður í kringum okkur. Einkennisorð Bumbans er Bjór – Bumbi – Bolti.

 1. FC Bumbi er knattspyrnufélag sem stefnir að því að spila fótbolta tvisvar í viku.
 2. FC Bumbi mun standa fyrir hinum ýmsu uppákomum fyrir meðlimi sína. Alltaf mun það snúast um að drekka bjór.
 3. Allir meðlimir eru eindregið hvattir til bjórdrykku fyrir, eftir og jafnvel á meðan á leik eða æfingu stendur.
 4. Léttöl og 330cl bjórdósir eru ekki velkomnar, ef þið ætlið að drekka bjór þá gerið þið það með karlmennskuþor og eistum.
 5. Ásættanlegar tegundir eru eftirfarandi, Thule, Stella Artois, Viking, Carlsberg, Tuborg og Tuborg Gold, Egils Premium, ef þið hafið fyrirspurn um aðrar tegundir þá verða þær mjög líklega samþykktar ef áfengismagnið er yfir 4,5%
 6. Að mæta með Lite á æfingu jafngildir hiklausum brottrekstri.
 7. Undartekning á bjórreglum skal gerð fyrir Corona þar sem Fabio Formaður tók sérstöku ástfóstri við þessa bjórtegund og uppfærði reglurnar án þess að einhver tæki eftir. Án gríns Bumbar, hafið þið prófað þetta með lime… Fabjúlös! Þar að auki skal hver sá sem er með múður við þann sem sullar í sig þessu eðal öli fá á sig pung flikk frá þeim er drekkur ölið.
 8. Slagsmál milli leikmanna jafngilda tafarlausum brottrekstri.
 9. FC Bumbi hefur eftirfarandi þrjá hluti að leiðarljósi. Bjór – Bumbi – Bolti.
 10. FC Bumbi reynir í sífellu að betrumbæta sig og búa til skemmtilegra og betra samfélag fyrir meðlimi sína og áhangendur.

Hér er hægt að nálgast skjöld FC Bumbi í lit og svart-hvítt á pdf formi

Lög félagsins
1.gr.
Félagið heitir FC Bumbi. Beri liðsmaður húðflúr af merki liðsins skal hann ekki greiða félagsgjöld, keppnisgjöld né nokkur önnur gjöld sem tengjast liðsiðkun. ATH liðsmaðurinn greiðir þó fyrir sinn búining. Húðflúrið skal vera amk. 7 cm á hæð.

2. gr.
Heimili félagsins og varnarþing er í Hafnarfirði, og á veraldarvefnum á
slóðinni http://www.fcbumbi.com

3. gr.
Félagið var stofnað í þeim tilgangi að keppa í íþróttum í utandeildum og fl. Félagið hyggst ná markmiðum sínum með því að halda úti vefsíðu og hvetja til íþróttaiðkunar félagsmanna.
FC Bumbi ætlar sér ekki að græða fé, og mun öllu umframfé vera eytt til að efla starfsemi félagsins.

4. gr.
Stofnfélagar eru:

Birkir Brynjarsson kt. 020588-2179, Háhæð 10
Bragi Brynjarsson kt. 280586-2189, Eyktarhæð 2
Jóhann Sigurðarson kt. 201085-3149, Kársnesbraut 15
Valbjörn Júlíus Þorláksson kt. 300182-3059, Bæjarholt 5
Vigfús Adólfsson kt. 280285-2509, Álfholt 44

5. gr.
Hægt er að sækja um aðild að félaginu með því að senda tölvupóst á netfangið fcbumbi@fcbumbi.com. Umsóknir eru síðan teknar til meðferðar á stjórnarfundi og er kosið um aðild hvers umsækjanda.

6. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð fimm meðlimum skv. 4. gr. Formaður er
Bragi Brynjarsson. Stjórnarmenn eru æviráðnir, en geta þeir sagt sig
úr embætti. Það þarf að gera skriflega til formanns félagsins. Ef til þess
kemur að stjórnarmaður segir sig úr embætti skal stjórnin kjósa nýjan
stjórnarmann í hans stað, ef þurfa þykir. Ef kemur til afsagnar er ekki
nauðsynlegt að stjórnin sé skipuð fimm manns. Ef jafnt er eftir atkvæðagreiðslu stjórnar skal atkvæði formanns gilda tvöfalt. Daglega umsjón annast stjórn
félagsins. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

7. gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn
gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í
aðalfundi með því skilyrði að þeir séu skuldlausir við félagið.

8. gr
Árgjald félagsins er 16.000 kr. Árgjald verður
endurskoðað á hverjum aðalfundi, eða fyrr ef þurfa þykir.
Við úrsögn úr félaginu á félagsmaður ekki rétt á endurgreiðslu árgjalds eða
hluta af eignum félagsins.

9. gr.
Ákvörðun um slit félags verður tekin á aðalfundi með einróma atkvæðum allra stjórnarmeðlima og renna eignir þess í Blátt áfram.

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins og öðlast gildi 22.september 2009

Hafnarfirði 22. September 2009

Smelltu Hér til að “Hafa Samband” við forsvarsmenn FC Bumba.

10. gr.
Merki liðsins verður ekki breytt meðan virkur leikmaður liðsins hefur það húðflúrað á sig. Virkur meðlimur telst sem meðlimur sem hefur spilað í amk 2 ár hjá liðinu og hefur mætt með bjór á leik á síðastliðnu ári.
11. gr.
Ekki er heimilt að víkja leikmönnum af heimasíðu liðsins sem hafa mætt með bjór á núverandi eða síðustu leiktíð. Brot á þessu varðar við rössun á næsta leik.

 

 

Um okkur

FC Bumbi er sjálfstætt fótboltalið sem hefur þrennt að leiðarljósi: Bjór - Bumbi - Bolti

FC Bumbi logo

Lesa Meira >>

a Dofinni