Carlsbergdeild
Leiknisvelli - Föstudagurinn 4. Júní
FC Bumbi - FC Ghettó: 0 - 5
FC Bumbi mætti vel vopnuðu liði FC Ghettó og mátti ekki sjá neinn mun á liðunum. Dómarinn var hins vegar hræddur rapparana og dæmdi leikinn ósanngjarnt 5 - 0 Ghettódrengjum í vil.
Lýsandi leiksins var Hemmi Stuð
Carlsbergdeild
Leiknisvelli - Fimmtudagurinn 20. Maí
FC Bumbi - Hvatberar: 3 - 5
FC Bumbi mætti sterku liði Hvatbera og mátti minnstu muna að Bumbinn nældi sér jafntefli en í stöðunni 3 - 3 settu Hvatberar Benjamin LeFranc inn á völlinn og gat Bumbi ekki varist Arnarskotunum
Mörk Bumba skoruðu Bóner og Fritzl eftir stoðsendingar frá Sazú en þriðja markið gerði Føroyingurin úr vítaspyrnu.
Carlsbergdeild
Leiknisvelli - Föstudagurinn 7. Maí
FC Bumbi - Ljónsungarnir: 1 - 0
Baráttuleikur sem Bumbi klóraði 3 stig út úr og spilaði af stakri prýði eins og við mátti búast.
Mark Bumba skoraði Galdur eftir stórgóða aukaspyrnu Dreifarans.
Bikarkeppni Carslbergdeildar
Leiknisvelli - Þriðjudaginn 27.Apríl
FC Bumbi - Brostnir Draumar: 2 - 4
FC Bumbi stóð hressilega í slöku og leiðinlegu liði Brostna Drauma og hefðu Kindin og Sazú ratað upp í Breiðholt hefðu úrslitin verið allt önnur. Glannalegt úthlaup Alkinho kostaði ódýrt mark og komu hinar 30 markvörslurnar aldrei til með að bæta það upp. Dómari leiksins var hinn ágætasti og greinilega vel að sér í handboltareglum.
J. Fritzl fór á kostum og skoraði 1 mark og átti gullfalelga stoðtæklingu beint á Skara sem þakkaði fyrir sig með þrumu með visntri, óverjandi fyrir markmannstíkina. Dreifarinn sannaði að hann er vel að nafnbót sinni kominn er hann reiknaði saman vegalengd, vindmótstöðu, hæð skotmarksins og þrumaði boltanum beint á kollinn á Gayra sem þakkaði fyrir sig og hrækti boltanum í netið.
FC Bumbi gjörsigraði gleðikeppnina að vanda
Æfingaleikur
Leiknisvelli - Mánudaginn 12. Apríl
FC Bumbi - KF Orkan: 4 - 2
Bumbi byrjaði leikinn að krafti og skoraði 3 mörk í fyrri hálfleik gegn engu marki Orku manna. Bumbi var sterkari aðilinn í leiknum og vann sem ein sterk liðsheild.
Æfingaleikur
Leiknisvelli - Mánudaginn 5. Apríl
FC bumbi - Grettir: 1 - ?
Grettir sterki beislaði náttúruöflin og gat FC Bumbi ekki komið boltanum fram á við því vindurinn tók hann og feikti beint í netið, fram hjá Ljósmóðurinni sem reyndi hvað hún gat til að liðsinna gestunum. Eina merkilega sem gerðist í leiknum var stórglæsilegt mark Fritzl frá miðju.
Eina mark Bumba skoraði Fritzl.
FC bumbi gjörsigraði vítaspyrnukeppnina of því ótvíræður sigurvegari leiksins.
Æfingaleikur
Kórnum - Miðvikudaginn 31. Mars
Urban Assault - FC Bumbi: 4 - 6
FC Bumbi byrjaði leikinn að krafti og setti Fabio formaður tóninn með glæsilegu marki, þrumufleyg af miðjum velli, algjörlega óverjandi. Snilldar spilið hélt áfram og er markamet Bumbans nú tvöfaldað. FC Bumbi varð þó fyrir miklu áfalli því Norsarinn tók uppá því að fótbrjóta sjálfan sig í drasl og er þá ekki von á yfirveguðum og útpældum sendingum í bráð.
Markaskorarar leiksins eru Fabio og Galdur með sitthvort markið, bróðurlega skipt á milli sín. Fritzl og Kindin settu tvö hvor.
Stoðsendingar: Galdur með 2, Skari og Kindin með 1 hvor
Stórsigur FC Bumba staðreynd
Æfingaleikur
Leiknisvelli - Fimmtudaginn 29. Mars
FC Bumbi - Ernirnir: 1 - 11
FC Bumbi skoraði lang fallegasta mark leiksins en þar sem Alkinho neitar enþá að standa á milli stanganna er enginn markmaður í liði Bumba.
Alkinho átti þó þrumuskot langt fram hjá marki sem lenti fyrir slysni á hausnum á Bóner og fór þaðan í markið með smá aðstoð frá markmanni gestanna. Gífurlega fallegt mark þar á ferð.
Jafntefli var þó niðurstaðan eftir æsispennandi vítaspyrnukeppni.
Æfingaleikur
Safamíri - Fimmtudaginn 25. Mars
FC Miroslav - FC Bumbi: 7 - 2
FC Bumbi svaraði kalli Miroslav og mættu fáliðaðir með enga skiptimenn eftir að hafa fengið klukkutíma notice fyrir leik.
Carlsberg-Vetrardeildin
15. Umferð - Miðvikudaginn 24.Mars
FC Bumbi - Slökkviliðið: 3 - 1
Seinasti leikur vetrarins og hreinn úrslitaleikur um 11.sætið. Leikurinn var í járnum þar til 10 mínútur voru eftir og Slökkviliðið skoraði fyrsta mark leiksins. Bæði lið jafn líkleg en Slökkviliðið varð fyrst til að komast á blað. FC Bumbi sótti í sig veðrið og jafnaði örfáum mínútum seinna og bætti svo við tveimur glæsilegum mörkum og sigurinn í höfn.
Fritzl vildi ekki skora sjálfur í þessum leik og sést það bersýnilega á 2 stoðsendingum á 1 klúðri fyrir opnu marki. Skari átti stoðsendingu á Rolla sem innsiglaði sigurinn fyrir FC Bumba. Mooner og Sazú skoruðu hin 2 mörk Bumba þrátt fyrir stórleik Valda markmanns Slökkviliðsins.
Æfingaleikur
Leiknisvelli - Mánudaginnn 18. Mars
FC Bumbi - FC Pump: 2 - 7
FC Bumbi átti að mæta sætum stúlkum úr Hafnarfirði en vegna kynjamisferlis sáu þær sér ekki fært að mæta og var tekinn leikur við FC Pump í staðinn. FC Bumbi ákvað fyrir leik að spila enga vörn og tókst það fullkomlega. Sóknarþungi Bumbans var svo gífurlegur að við skoruðum fyrsta og seinasta mark leiksins. FC Pump átti svo eitthvað þarna inn á milli.
Sazú opnaði markareikninginn eftir stórgóða sendingu frá Djöflinum og Fritzl lokaði honum eftir sendingu frá Skara.
FC Bumbi var þó ótvíræður sigurvegari kvöldsins þegar þeir lögðu Pumpverja 5-4 í stórkostlegri vítaspyrnukeppni.
Æfingaleikur
Safamíri - Fimmtudaginn 11. Mars
FC Miroslav - FC Bumbi: 7 - 2
FC Bumbi mætti reyndu liði Miroslav í safamírinni í æfingaleik og héldu þreifingar Alkinho áfram utan markteigsins og lét hann óreynd stúlkubörn í sinn stað á milli stanganna. Var spilað í ca. 70 mínútur og endað á vítaspyrnukeppni þar sem Føroyingurin, Speedo, Fabio og Skari settu allir snyrtilega og óverjandi bolta beint í markið en Bóner þrumaði í slánna og þar með ósigurinn staðfestur.
Galdur setti bæði mörk Bumbanna í leiknum og Dreifarinn átti eitt stykki stoðsendingu.
Tapið verður þó að skrifast alfarið á Alkinho því hann varði engin víti, skoraði engin mörk og skipaði óreyndum telpum í markið í sinn stað.
Æfingaleikur
Leiknisvöllur - Mánudaginn 8. Mars
FC Bumbi - FC Pump: 1 - 4
Það virðist vera sem FC Bumbi sé sofandi í fyrri hálfleik þessa daganna en þegar Valli tímavörður ("Djöfull") flautaði til leikhlés var staðan 0 - 3 FC Pump í vil. Menn vöknuðu við hóki pókí og endaði seinni hálfleikur með 1 - 1 jafntefli... Undir lok leiksins höfðu Bumba-menn komist að því að engin þörf væri á því að hafa mann í markinu og sóttu því allir upp í teig andstæðings. FC Pump náði boltanum og einn á móti auðu marki fór skotið í stöng úr 10m færi.
Speedo setti eina mark Bumbanna í leiknum.
Carlsberg-Vetrardeildin
13. Umferð - Miðvikudaginn 3. Mars
Bananar - FC Bumbi: 4 - 2
Bananar beittu öllum bellibrögðum sem til eru í bókinni. Þeir gengu meira segja svo langt að leigja snjóvel hjá Bláfjöllum og þökktu völlinn af hvítri fönn. FC Bumbi átti erfitt með að fóta sig á vellinum í fyrstu en eftir að hafa fengið 4 mörk á sig á tæpum 15 mínútum voru mannbroddarnir settir undir og komu í kjölfarið stórkostleg og falleg mörk að hætti FC Bumba. Føroyingurin átti að fá gula spjaldið fyrir brot sitt en þar sem dómari leiksins fann ekki spjaldið sitt lét hann Færeyska sleppa með skrekkinn.
Føroyingurin setti frábært sjálfsmark en Alkinho hafði kastað boltanum rétt áður beint í lappir Banana sem skilaði sér í hálfgerðu sjálfsmarki markmannsins.
Æfingaleikur
Sunnudaginn 28. Febrúar í Fífunni, Kópavogi
Strákafélagið Styrmir - FC Bumbi: 0 - 2
Spilaður 11 manna bolti með dómara, 2x40 mín... Leikurinn var hinsvegar blásin af stuttu áður en honum átti að ljúka vegna samstuðs sem endaði með því að blóðguð Ljósmóðir þurfti að fara upp á spítala.
Galdur og Speedo skoruðu að vanda...
Alkinho átti hina fínustu stoðsendingu en mörkin má sjá hér
Carlsberg-Vetrardeildin
14. Umferð - Fimtudaginn 18. Febrúar
Dynamo Iceland - FC Bumbi: 2 - 3
Baráttu leikur sem endaði með sanngjörnum sigri FC Bumba. Leiknum er helst minnst samt vegna dómara sem ákvað að skipta sér af hverri snertingu leikmanna.
Føroyingurin skoraði úr víti. Hin mörkin skoruðu Galdur og Speedo
Carlsberg-Vetrardeildin
12. Umferð - Miðvikudaginn 10. Febrúar
FC Bumbi - FC Sálin: 0 - 1
Sálin hans Jóns míns átti fullt í fangi með sterkt lið Bumbans og grísaði eitt ljótasta mark í sögu fótboltans þegar boltinn lak í netið beint úr aukaspyrnu en þeirra allra feitasti maður settist ofan á markmann okkar og því fór sem fór.
Carlsberg-Vetrardeildin
11. Umferð - Miðvikudaginn 3. Febrúar
Innri Fegurð - FC Bumbi: 3 - 2
í þessum leik má segja með sanni að algjörar andstæður hafi mæst í miklum slag í Breiðholti þetta kvöld. útlit lekmanna og leikstíll Innri Fegurðar var eitt sá versta sem sögur fara af á meðan fegurð Bumbans bræddi hjörtu köldustu kvenna. FC bumbi tapaði leiknum en kærði úrslit til aganefndar Carlsberg sem sagði að engu skipti hve ljótir menn eru, úrslit skyldu standa.
Carlsberg-Vetrardeildin
10. Umferð - Miðvikudaginn 27. Janúar
FC Bumbi - Íslenska Gámafélagið: 2 - 1
FC bumbi kann svo sannarlega að fara út með ruslið og sýndi það þegar liðið átti við Íslenska Gámafélagið. Boltinn flaug í stangir, slár og samma beggja megin vallar en með mikilli þrautseigju náði FC bumbi að knýja fram mikilvægan og sanngjarnan sigur.
Carlsberg-Vetrardeildin
9. Umferð - Miðvikudaginn 20. Janúar
Old Boys Álftanes - FC Bumbi: 5 - 1
Old Boys Álftanes voru eins og kunnugt er settir í greiðslustöðvun fljótlega eftir leik því þeir höfðu tæmt koffortin beint í vasa dómarans. Líklega lélegasta lið norðan Alpa en þeir mörðu sigur með gríðarlegri hjálp dómarans. FC bumbi skoraði 3 af 5 mörkum Álftanes því ekki geta þeir gert það sjálfir.
Eina fallega mark leiksins skoraði Skari
Carlsberg-Vetrardeildin
8. Umferð - Þriðjudaginn 12. Janúar
FC Bumbi - SÁA: 2 - 3
SÁÁ virðist ekki þekkja muninn á fótbolta og kickboxi því þeir gerðu meira af því að sparka í leikmenn Bumba en að þruma í boltann. Rautt spjald fór á loft en þau hefðu hæglega getað verið fleiri, sérstaklega þegar leikmaður SÁÁ ruglaðist á boltanum og höfði ALKINHO. 2. mark SÁÁ var ólöglegt því þeir voru of margir inn á vellinum og 3. markið kom úr víti sem var augljós díva... 3 stigum stolið af þeim bleiku en svona er fótboltinn. Þess skal getið og FC Bumbi fór fram á lyfjapróf en varð ekki við ósk sinni.
Carlsberg-Vetrardeildin
7. Umferð - Þriðjudaginn 5. Janúar
Dynamo (Yfirseta) - FC Bumbi: 0 - 3
Óhætt er að segja að enginn úr þeirra liði hafi mætt á völlinn og þeir einfaldlega áttu aldrei séns
Mörkin skoruðu Halldór Elías Guðmundsson, Hemmi Gunn og Máni Freyr Vigfússon.
Carlsberg-Vetrardeildin
6. Umferð - Miðvikudaginn 16. Desember
FC Bumbi - Fuglar Frelsisins: 1 - 1
Spennandi leikur sem FC bumbi hefði á venjulegum degi klárað en Gayri ákvað að skora fyrir bæði lið og uppskar maður leiksins fyrir vikið..
Fritzl með mörkin.
Carlsberg-Vetrardeildin
4. Umferð - Fimtudaginn 10. Desember
High Flyers - FC Bumbi: 5 - 3
Flugmennirnir léku Bumba menn grátt þegar þessi lið áttust en boltinn var svo hægur að leikmenn FC bumba gránuðu í hársverðinum. Taktík Háloftamannanna gekk fullkomlega því þegar allir leikmenn FC Bumba voru sofnaðir skiluðu þeir boltanum í netið.
Carlsberg-Vetrardeildin
5. Umferð - Laugardaginn 5. Desember
FC Bumbi - FC Pump: 0 - 5
Leikur þessi verður ekki lengi í minnum manna því hann var leikinn klukkan 11 á Laugardagsmorgni þar sem enginn leikmaður FC Bumba var orðinn edrú og er hin mesta furða að FC Prump hafi ekki sett fleiri mörk. Líklega er það varnartröllinu FABIO að þakka en hann át hverja sókn á fætur annarri. En þegar Fabio fór útaf til að huga að hárinu komu mörkin á silfurfati og úrslitin orðin ljós.
Carlsberg-Vetrardeildin
3. Umferð - Miðvikudaginn 18. Nóvember
FC Bumbi - Íslandspóstur: 1 - 4
FC Bumbi setti tóninn þegar Snigillinn (Speedo) tróð boltanum í fjær hornið beint úr hornspyrnu á hættulegum stað. Eftir það komu 4 sendingar Póstmanna sem hittu á réttan stað á réttum tíma og er það líklega einu sendingar Íslandspóst sem gera það í ár.
Markið átti Speedo
Carlsberg-Vetrardeildin
2. Umferð - Miðvikudaginn 11. Nóvember
KF Mjöðm - FC Bumbi: 2 - 3
Mjöðmin brotnaði undan þyngd Bumbunnar í þessari viðureign liðanna.
J. Fritzl, Galdur og Speedo settu boltann í netið í þetta skiptið. Tvær stoðsendingar frá Tor og ein frá Kindinni.
Carlsberg-Vetrardeildin
1. Umferð - Miðvikudaginn 28. Október
FC Bumbi - Prins Valíant: 1 - 5
Þrátt fyrir tap í leiknum þá sigruðu liðsmenn FC Bumba á hliðarlínunni þar sem áhangendur stóðu og börðu húðir og hvöttu liðið sitt áfram af miklum eldmóð.
Markaskorari FC Bumba var enginn annar en Galdur
Firmamót Gróttu 2009
Laugardaginn 10. Október
FC Bumbi - Saltkráka: 0 - 2
FC Bumbi - Hyde Park Inc.: 0 - 1
FC Bumbi - Spaztick Children: 0 - 1
Það mætti halda að enginn sóknarmaður hafi mætt þennan vindhvassa laugardagsmorgun út á Seltjarnarnes, enda skoruðu Bumbarnir ekkert mark í þremur leikjum... Nöfnin á mótherjunum eru ekki staðfest.
Á móti fékk FC Bumbi þó búningaverðlaun, sem var eitt staup á mann... klárlega bestu verðlaunin!
Kjarnamót Aftureldingar 2009
Laugardagurinn 29. ágúst að Tungubökkum, Mosfellsbæ:
FC Bumbi - Hvítu Riddararnir: 1 - 5
FC Bumbi - KF Adriano: 2 - 4
FC Bumbi - Vinningsliðið: 0 - 7
Menn byrjuðu mótið af krafti og skoruðu fyrsta mark fyrsta leiks. Síðan lá leiðin dýpra og dýpra ofan í flöskuna
og er óhætt að segja að fáir hafi vitað hvar þeir voru í seinasta leiknum.
Mörk FC Bumba skoruðu Galdur, Posh Beckham og Lebowski
Þriðjudagurinn 11. ágúst í Keflavík:
FC Keppnis - FC Bumbi: 3 - 2 eftir 65 mín
Lokaúrslit óvituð en eftir að leikmenn FC Bumba hnigu niður af þreytu er talið að mörk FC Keppnis hafi skipt tugum, jafnvel hundruðum, en öll voru þau rangstæð.
Mörk FC Bumba skoruðu Galdur og Dr. Kriss
Engir leikir á döfinni eins og stendur, vetrardeild Carlsberg hefst í lok september.